Fjöldi þeirra einstaklinga sem þurfa að bíða lengur en 3 mánuði eftir augasteinsaðgerð hefur aukist úr 1.220 í 2.861 manns frá árinu 2012. Hefur biðlistinn nærri því tvöfaldast á undanförnum þremur árum.
Fjöldi þeirra einstaklinga sem þurfa að bíða lengur en 3 mánuði eftir augasteinsaðgerð hefur aukist úr 1.220 í 2.861 manns frá árinu 2012. Hefur biðlistinn nærri því tvöfaldast á undanförnum þremur árum. Rétt er þó að geta þess að talning breyttist árið 2015 er farið var að miða við fjölda aðgerða en ekki einstaklinga. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns VG. Alls fór 1.331 einstaklingur í augasteinsaðgerðir á árinu 2014 á sjúkrahúsi eða á samningi við Sjúkratryggingar Íslands og er heildarkostnaður vegna aðgerðanna rúmar 208 milljónir kr. Þar af var hlutdeild sjúklinganna 11,5%. Að óbreyttum fjárlögum fyrir árið 2015 verður ekki um fjölgun þessara aðgerða að ræða að því er segir í svarinu. Má því ætla að einstaklingum á biðlista eftir aðgerð fari fjölgandi á þessu ári.