Glansandi Gullið hefur sína kosti og galla.
Glansandi Gullið hefur sína kosti og galla. — Getty Images/iStockphoto
Fyrstu þrjá mánuði ársins jókst sala á gullstöngum og gullmyntum um 20% í Þýskalandi. CNN Money greinir frá þessu og vitnar í tölur World Gold Council.

Fyrstu þrjá mánuði ársins jókst sala á gullstöngum og gullmyntum um 20% í Þýskalandi. CNN Money greinir frá þessu og vitnar í tölur World Gold Council.

Þessi aukning í gulleftirspurn er óvenjuleg í ljósi þess að efnahagur Þýskalands þykir í nokkuð góðu ásigkomulagi og horfur á að atvinnulíf Evrópu sé að ná sér á strik. Einstaklingar og fjárfestar leita einkum í gull á óvissutímum og nota þá málminn sem vörn gegn mögulegri veikingu gjaldmiðla eða lækkunum á mörkuðum.

Verðbólguótti?

CNN bendir á nokkrar mögulegar ástæður fyrir auknum áhuga á gulli. Er hugsanlegt að almenningur hafi áhyggjur af að stófelld skuldabréfakaup seðlabanka Evrópu geti valdið verðbólgu. Óttinn við verðbólgu eigi sér djúpar rætur í þýsku þjóðarsálinni eftir hörmungarár og óðaverðbólgu Weimar-lýðveldisins.

Gullkaupin kunna líka að vera vegna óvissu um stöðu Grikklands eða vegna ástandsins í Úkraínu og togstreitunnar sem myndast hefur milli ESB og Rússlands.

Mælingar World Gold Council sýna að eftirspurn eftir gulli hefur aukist víðar í Evrópu, og m.a. hækkað um tveggja stafa prósentutölu á fyrstu þremur mánuðum ársins í Frakklandi, Sviss og Austurríki. Á sama tíma hefur eftispurn dalað um 10% á heimsvísu og um 12% í Bandaríkjunum.

Frá ársbyrjun hefur gull hækkað í verði um 3,5% og kostar únsan núna 1.225 dali. Gullverð náði hámarki árið 2011 í 1.900 dölum.

ai@mbl.is