Dómur Landsnet laut í lægra haldi í Hæstarétti fyrir landeigendunum.
Dómur Landsnet laut í lægra haldi í Hæstarétti fyrir landeigendunum. — Morgunblaðið/Einar Falur
Þórður Bogason, lögmaður Landsnets, telur ekki að nýfallinn dómur muni seinka framkvæmdum við Suðurnesjalínu 2. Í dóminum fengu landeigendur aftur umráð yfir jörðum sínum þangað til Landsnet greiðir eignarnámsbætur.

Þórður Bogason, lögmaður Landsnets, telur ekki að nýfallinn dómur muni seinka framkvæmdum við Suðurnesjalínu 2. Í dóminum fengu landeigendur aftur umráð yfir jörðum sínum þangað til Landsnet greiðir eignarnámsbætur.

Landeigendurnir reka einnig mál fyrir héraðsdómi þar sem látið verður reyna á gildi eignarnámsins. Eitt stærsta ágreiningsefnið er hvort leggja eigi línuna í jörð eða ekki.

Samanlagðar kröfur landeigenda nema rúmlega 38,5 milljörðum króna vegna eignarnámsins að sögn lögmanns Landsnets. Til samanburðar má nefna að áætlaður framkvæmdakostnaður er 2,7 milljarðar fyrir línuna alla. Lögmaðurinn segir kröfur landeigenda með öllu óraunhæfar. 2