310 börn bíða greiningar vegna ADHD og skyldra raskana hjá Þroska- og hegðunarmiðstöðinni (ÞHS). Þar af eru 65 á forgangslista og 245 á almennum biðlista.

310 börn bíða greiningar vegna ADHD og skyldra raskana hjá Þroska- og hegðunarmiðstöðinni (ÞHS). Þar af eru 65 á forgangslista og 245 á almennum biðlista. Biðtími forgangsbarna er um 5-8 mánuðir en þau börn sem eru á almennum biðlista þurfa að bíða í um 11-12 mánuði. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Páli Val Björnssyni, þingmanni Bjartrar framtíðar.

ÞHS er helsti meðferðar- og greiningaraðili vegna ADHD og skyldra raskana hér á landi og taka þau að sér þau börn sem fyrri úrræði, sem ráðlögð hafa verið af sálfræðingum, hafa ekki dugað fyrir. Til að auka afkastagetu meðferðar- og greiningamiðstöðva var einni stöðu sálfræðings bætt við tímabundið á ÞHS árið 2014 og er gert ráð fyrir að sú staða verði framlengd. Þar að auki eru samningaviðræður milli Landspítala og Sjúkratrygginga Íslands um þjónustu ADHD-teymis á Landspítala vel á veg komnar. Í teyminu eru hæfustu sérfræðingar spítalans á sviði meðferða við ADHD.