Carlos Bacca
Carlos Bacca — AFP
Sevilla gæti orðið fyrsta liðið til að vinna Evrópudeildina í knattspyrnu, sem áður hét Evrópukeppni félagsliða, fjórum sinnum alls. Sevilla sló Fiorentina út í undanúrslitum í gær, 5:0 samtals, og mætir Dnipro frá Úkraínu í úrslitum.

Sevilla gæti orðið fyrsta liðið til að vinna Evrópudeildina í knattspyrnu, sem áður hét Evrópukeppni félagsliða, fjórum sinnum alls. Sevilla sló Fiorentina út í undanúrslitum í gær, 5:0 samtals, og mætir Dnipro frá Úkraínu í úrslitum. Bacca og Carrico skoruðu í 2:0 sigri í Flórens.

Dnipro sigraði ítalska liðið Napoli 1:0 í Úkraínu en liðin höfðu áður gert 1:1 jafntefli í fyrri leiknum á Ítalíu. Yevhen Seleznyov skoraði sigurmarkið á 58. mínútu.