Málverkið eftir Mark Rothko.
Málverkið eftir Mark Rothko.
Í sömu viku og uppboðshúsið Christie's í New York seldi í fyrsta skipti á röð uppboða listaverk fyrir meira en einn milljarð bandaríkjadala, yfir 130 milljarða króna – og sjónir beindust einkum að metverði fyrir verk eftir Picasso og Giacometti...

Í sömu viku og uppboðshúsið Christie's í New York seldi í fyrsta skipti á röð uppboða listaverk fyrir meira en einn milljarð bandaríkjadala, yfir 130 milljarða króna – og sjónir beindust einkum að metverði fyrir verk eftir Picasso og Giacometti – gekk sala ágætlega hjá helstu keppinautunum í Sotheby's, þótt verðið næði ekki sömu hæðum.

Á uppboði Sotheby's á samtímalist í fyrrakvöld var dýrasta verkið, „Untitled (Yellow and Blue)“, frá 1954 eftir Mark Rothko slegið hæstbjóðanda á 46,5 milljónir dala, um sex milljarða króna, en það var metið á 40 milljónir. Verkið var áður í eigu milljarðamæringsins og safnarans François Pinault, eiganda Christie's.

Ekki gekk að byggja upp viðlíka spennu fyrir málverki eftir poplistamanninn Roy Lichtenstein, sem metið var á 50 milljónir dala en var selt fyrir rúmlega 41 milljón.

Hins vegar gekk vel að selja verk eftir lifandi listamenn, eins og Mark Bradford, Mark Grotjahn og Christopher Wool, fyrir hátt verð.