Baghdadi Fjölmiðlar sögðu leiðtoga IS látinn í lok síðasta mánaðar.
Baghdadi Fjölmiðlar sögðu leiðtoga IS látinn í lok síðasta mánaðar. — AFP
Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi Ríkis íslams, sendi í gær frá sér hljóðupptöku þar sem hann hvatti múslima til þess að flytjast í kalífat sem hann hefur lýst yfir.

Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi Ríkis íslams, sendi í gær frá sér hljóðupptöku þar sem hann hvatti múslima til þess að flytjast í kalífat sem hann hefur lýst yfir. Þetta er í fyrsta sinn í sex mánuði sem leiðtoginn sendir frá sér hljóðupptöku en það var síðast um miðjan nóvember.

Hann hvatti í upptökunni múslima í öllum löndum til að framkvæma hijrah, að flytjast úr landi, til Ríkis íslams eða berjast í sínu landi, hvar sem það kunni að vera, sagði hann. Röddin sem las ræðuna virðist sú sama og röddin sem heyrðist í nóvember en upptakan kemur aðeins nokkrum dögum eftir að fjölmiðlar héldu því fram að Baghdadi hefði látist í sprengjuárás sem gerð var af Bandaríkjaher á Ríki íslams í Írak og Sýrlandi.