Vatn er gott Engin eða of lítil vatnsdrykkja stefnir heilsunni í voða.
Vatn er gott Engin eða of lítil vatnsdrykkja stefnir heilsunni í voða. — Morgunblaðið/Kristinn
Hollusta vatnsdrykkju verður ekki dregin í efa, þótt ekki séu allir á einu máli um hversu mikið magn skuli drekka. Samkvæmt lyfjastofnun Bandaríkjanna, IOM, þykja þrír lítrar á dag hæfilegur skammtur fyrir karla, en ríflega tveir fyrir konur.

Hollusta vatnsdrykkju verður ekki dregin í efa, þótt ekki séu allir á einu máli um hversu mikið magn skuli drekka. Samkvæmt lyfjastofnun Bandaríkjanna, IOM, þykja þrír lítrar á dag hæfilegur skammtur fyrir karla, en ríflega tveir fyrir konur.

Nýleg rannsókn þar í landi leiddi í ljós að 7% af um 3.400 fullorðnum þátttakendum fengu sér nánast aldrei vatnssopa og stefndu þar með heilsu sinni í voða, sérstaklega nýrunum. Þá hélst í hendur að þeir sem reyndust drekka vatn í litum mæli voru ekki duglegir að borða ávexti og grænmeti.