Meistarar Kerstin Garefrekes fyrirliði Frankfurt lyftir Evrópubikarnum.
Meistarar Kerstin Garefrekes fyrirliði Frankfurt lyftir Evrópubikarnum. — AFP
Þýska liðið Frankfurt varð í gær Evrópumeistari kvenna í knattspyrnu í fjórða skipti með því að sigra París SG, 2:1, í úrslitaleik í Berlín.

Þýska liðið Frankfurt varð í gær Evrópumeistari kvenna í knattspyrnu í fjórða skipti með því að sigra París SG, 2:1, í úrslitaleik í Berlín.

Þetta er jafnframt í níunda skipti á fjórtán árum sem þýskt lið verður Evrópumeistari en keppnin var fyrst haldin árið 2002 og þá var það einmitt Frankfurt sem bar sigur úr býtum. Wolfsburg hefur unnið tvö undanfarin ár og þá hefur Turbine Potsdam unnið keppnina tvisvar og Duisburg einu sinni.

Célia Sasic kom Frankfurt yfir á 32. mínútu en Marie-Laure Delie jafnaði fyrir Parísarliðið á 40. mínútu. Allt stefndi í framlengingu en í uppbótartímanum skoraði varamaðurinn Mandy Islacker glæsilegt mark eftir fyrirgjöf frá Dzenifer Marozsán og tryggði Frankfurt sigurinn. vs@mbl.is