Sundlaug Reykjavíkur Formóðir almenningslauga á Íslandi, segir á vinkill.is
Sundlaug Reykjavíkur Formóðir almenningslauga á Íslandi, segir á vinkill.is
Vinkill.is, veftímarit um hönnun og arkitektúr, fór í loftið um áramótin og hefur verið uppfært reglulega síðan þá.

Vinkill.is, veftímarit um hönnun og arkitektúr, fór í loftið um áramótin og hefur verið uppfært reglulega síðan þá. Stofnendurnir María Marko hönnuður og Margrét Björg Guðnadóttir arkitekt eru höfundar flestra greinanna, sem fjalla um aðskiljanlegustu efni innan þess ramma sem hönnun, hús, híbýlaprýði og arkitektúr býður upp á. Og ramminn er býsna rúmur.

Vakin er athygli á snjallari hönnun á stóru og smáu, útsjónarsemi í nýtingu rýmis, athyglisverðum byggingum hér og þar auk þess sem á síðunni eru ýmsar pælingar, góð ráð og fróðleikur. Hinni séríslensku sundlaugarmenningu eru gerð sérstök skil á laugardögum, en þá er fjallað um einstaka laug út frá ýmsum vinklum, til dæmis byggingasögunni og arkitektúrnum.