— Morgunblaðið/Eggert
Vídeó- & tónlistargjörningurinn Doríon eftir Doddu Maggý, sem var sérstaklega saminn fyrir Kópavogskirkju í tilefni sýningarinnar Birting sem opnuð verður í Gerðarsafni í kvöld, verður framinn í kirkjunni í kvöld kl. 21 og á morgun kl. 16.

Vídeó- & tónlistargjörningurinn Doríon eftir Doddu Maggý, sem var sérstaklega saminn fyrir Kópavogskirkju í tilefni sýningarinnar Birting sem opnuð verður í Gerðarsafni í kvöld, verður framinn í kirkjunni í kvöld kl. 21 og á morgun kl. 16. Gjörningurinn og sýningin eru á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Tónverkið verður flutt af Kvennakórnum Kötlu undir stjórn Hildigunnar Einarsdóttur og Lilju Daggar Gunnarsdóttur og tekur uppbygging tónverksins mið af formi og litum í steindum gluggum Gerðar Helgadóttur, arkitektúr kirkjunnar og bogadregnum línum sem einkenna kirkjuhvolfið, eins og segir á vef hátíðarinnar. „Raddsvið manneskjunnar tekur á sig sjónrænt form í vídeóverki Doddu Maggýjar þar sem litapalletta tónskalans leggur undir sig rýmið í samtali við gluggainnsetningu Gerðar í kirkjunni,“ segir þar. Verkið er um 40 mínútna langt og hluti af sýningunni Birting. 30