Dystópía Stilla úr Mad Max: Fury Road sem hlotið hefur jákvæða dóma.
Dystópía Stilla úr Mad Max: Fury Road sem hlotið hefur jákvæða dóma.
Mad Max: Fury Road Hér er komin ný útgáfa leikstjórans George Miller á hinni þekktu hasarmynd Mad Max sem hann gerði árið 1979 og skaut leikaranum Mel Gibson upp á stjörnuhimininn.
Mad Max: Fury Road

Hér er komin ný útgáfa leikstjórans George Miller á hinni þekktu hasarmynd Mad Max sem hann gerði árið 1979 og skaut leikaranum Mel Gibson upp á stjörnuhimininn. Tvær framhaldsmyndir fylgdu í kjölfarið en Miller mun lengi hafa ætlað að gera nýja mynd um Max hinn óða. Myndin gerist í framtíðinni og berjast allir fyrir lífi sínu í ónefndri eyðimörk. Max er bardagamaður, harða og þögla manngerðin og hefur misst eiginkonu sína og barn. Hann kynnist bardagakonunni Furiosu sem telur að hún muni lifa af með því að komast yfir eyðimörkina og aftur til heimalands síns. Þau snúa bökum saman og reynist ferðin allt annað en átakalaus. Með aðalhlutverk fara Tom Hardy, Charlize Theron, Nicholas Hoult, Zoë Kravitz og Rosie Huntington-Whiteley.

Metacritic: 88/100