Formennska Ísland fer með sameiginlega formennsku í Bologna-samstarfinu með Lettlandi fram til 30. júní nk. og ávarpaði Illugi ráðherrafundinn.
Formennska Ísland fer með sameiginlega formennsku í Bologna-samstarfinu með Lettlandi fram til 30. júní nk. og ávarpaði Illugi ráðherrafundinn. — Ljósmynd/Sigríður Hallgrímsdóttir
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði í ávarpi sínu á ráðherrafundi Bologna-samstarfsins í gær að samstarfið hefði haft víðtæk áhrif.

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði í ávarpi sínu á ráðherrafundi Bologna-samstarfsins í gær að samstarfið hefði haft víðtæk áhrif. Aðildarríki samstarfsins hefðu unnið markvisst að sameiginlegum gildum og markmiðum í háskólamenntun og þannig myndað traust, skilning og virðingu fyrir háskólamenntun á milli landanna.

Ísland fer með sameiginlega formennsku samstarfsins ásamt Lettlandi fram til 30. júní næstkomandi en því er ætlað að skapa sameiginlegt evrópskt menntasvæði fyrir æðri menntun og frjálsa för nemenda, kennara og þeirra sem þegar eru útskrifaðir yfir landamæri.

Áhersla lögð á aukin gæði náms

47 ríki eiga fulltrúa á ráðstefnunni sem fer fram í höfuðborg Armeníu, Jerevan, og lýkur í dag.

„Samstarfið hefur verið hvatning fyrir nemendur og starfsmenn til að flytja sig á milli landa með viðurkenndar náms- og starfsaðferðir í farteskinu. Síðast en ekki síst hefur Bologna-samstarfið gert okkur kleift að byggja upp samfélag 47 landa þar sem ólíkar skoðanir eru lagðar til hliðar og öll áhersla lögð á að auka gæði háskólastarfs bæði hvað varðar menntun og kennslu,“ sagði Illugi í ávarpi sínu en með honum í för er m.a. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands.

ash@mbl.is