Endurgreiðsla til öryrkja lækkar.
Endurgreiðsla til öryrkja lækkar. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Meginþorri örorkulífeyrisþega á rétt á 75% endurgreiðslu tannlæknakostnaðar á grundvelli viðmiðunargjaldskrár sem Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) gefa út.

Meginþorri örorkulífeyrisþega á rétt á 75% endurgreiðslu tannlæknakostnaðar á grundvelli viðmiðunargjaldskrár sem Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) gefa út. Í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingsmanns Vinstri grænna, um endurgreiddan kostnað vegna tannlækninga örorkulífeyrisþega kemur fram fjöldi þeirra sem hafa fengið endurgreiddan kostnað vegna tannlækninga á hverju ári frá 2007 til 2014. Þar má sjá að þeir einstaklingar sem fengu endurgreiddan kostnað vegna tannlækninga voru fæstir árið 2007, eða 7.086 manns, og flestir 2014, eða 9.377 manns. Þá hefur hlutfall endurgreiðslu SÍ af verði tannlæknis lækkað umtalsvert frá árinu 2007 þegar endurgreiðslan nam 50,6% af verðinu, og 2014 þegar endurgreiðslan nam 31,5% af verði tannlæknis. Þannig endurgreiddu SÍ 173.472.377 kr. vegna tannlæknakostnaðar árið 2007 og 194.459.232 kr. árið 2014.

Endurgreiðslur til lífeyrisþega samkvæmt núverandi gjaldská eru 5,9% hærri en samkvæmt eldri gjaldskránni, en til að fylgja verðlagsbreytingum, mældum

með vísitölu neysluverðs frá 1. janúar 2003, hefði gjaldskráin hins vegar þurft að hækka um 90,4%.