[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
G uðni Ingvarsson , línumaður ÍBV, mun leika með Gróttu á næsta keppnistímabili í handboltanum. Guðni hefur samið við Gróttu samkvæmt öruggum heimildum Morgunblaðsins og verður skrifað undir félagaskiptin innan tíðar, mögulega í dag.

G uðni Ingvarsson , línumaður ÍBV, mun leika með Gróttu á næsta keppnistímabili í handboltanum. Guðni hefur samið við Gróttu samkvæmt öruggum heimildum Morgunblaðsins og verður skrifað undir félagaskiptin innan tíðar, mögulega í dag. Grótta sigraði með nokkrum yfirburðum í 1. deildinni í vetur og leikur því í efstu deild í haust. Guðni varð Íslandsmeistari með ÍBV í fyrra og bikarmeistari í vetur.

Chelsea hefur gengið frá kaupum á brasilíska knattspyrnuanninum Nathan frá brasilíska félaginu Atletico Paranaense. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp en Nathan er 19 ára gamall miðjumaður og mun ganga í raðir Chelsea 1. júlí að undangenginni læknisskoðun. „Ég er mjög ánægður að ganga til liðs við Chelsea, meistaranna frá Englandi, og ég læri og þroska minn leik,“ segir Brassinn á vef Chelsea en hann heitir fullu nafni Nathan Allan de Souzahas og hefur leikið með yngri landsliðum Brasilíu.

Sigurbjörn Hreiðarsson , leikjahæsti knattspyrnumaður Vals í efstu deild karla frá upphafi, hefur tekið fram fótboltaskóna á nýjan leik. Hann ætlar nú að framlengja ferilinn með því að spila með KH í 4. deildinni en það er félag sem er tengt Val, þar sem Sigurbjörn er nú aðstoðarþjálfari meistaraflokks. Sigurbjörn, sem er 39 ára, lék með Val til 2011 en síðan með Haukum.

Ingvar Hjartarson úr Fjölni og Andrea Kolbeinsdóttir úr ÍR urðu Íslandsmeistarar karla og kvenna í 10 km götuhlaupi í gær en Íslandsmeistaramótið var liður í Stjörnuhlaupinu sem fram fór í Garðabæ.

Hrannar Hólm , íþróttastjóri danska körfuknattleikssambandsins, segist hafa rætt við Rasmus Larsen fyrir nokkrum dögum en mikil sorg ríkir í Danmörku eftir að efnilegasti körfuknattleiksmaður Dana fannst í fyrradag látinn á heimili sínu í Belgíu þar sem hann lék með liði Proximus Spirou.

Það leit allt svo vel út þegar ég talaði við hann fyrir tveimur eða þremur dögum síðan. Hann fagnaði því mjög að hafa verið valinn í landsliðið í fyrsta sinn en svo gerist þetta,“ segir Hrannar Hólm í viðtali við danska vefinn bt.dk en Larsen var ætlað stórt hlutverk með danska landsliðinu í undankeppni Evrópumótsins sem hefst í ágúst.

Franski landsliðsmarkvörðurinn Thierry Omeyer hefur framlengt samning sinn við franska liðið Paris SG sem landsliðsmaðurinn Róbert Gunnarsson leikur með. Omeyer, sem er 38 ára gamall og hefur verið talinn besti markvörður heims, er nú samningsbundinn Parísarliðinu til ársins 2017. „Ég er mjög ánægður að halda ævintýrinu áfram með Paris og stoltur af því trausti sem félagið sýnir mér,“ sagði Omeyer á vef franska handknattleikssambandsins.