Alþjóðlegur fjölskyldudagur Sameinuðu þjóðanna er í dag. Í tilefni dagsins hefur Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) gefið út samantekt á vefsíðu sinni sem sýnir þróun fjölskyldna á undanförnum áratugum.

Alþjóðlegur fjölskyldudagur Sameinuðu þjóðanna er í dag. Í tilefni dagsins hefur Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) gefið út samantekt á vefsíðu sinni sem sýnir þróun fjölskyldna á undanförnum áratugum. Stofnunin telur lækkandi fæðingatíðni áhyggjuefni í mörgum löndum, þar á meðal á Íslandi.

Konur á OECD-svæðinu eignuðust að jafnaði þrjú (3,28) börn árið 1960. Í dag eignast konur að jafnaði 2 börn á Íslandi, Frakklandi, Indlandi, Ísrael, Indónesíu, Mexíkó, Nýja-Sjálandi, Svíþjóð og Tyrklandi. Fæðingatíðnin er enn lægri í Grikklandi, Kóreu, Póllandi, Portúgal, Spáni og Slóvakíu, eða 1,3.

Fjöldi barna og fæðingatíðni tekur mið af skatta- og bótakerfa ríkja og almennri aðstoð fyrir útivinnandi foreldra. Foreldraorlof er einn þeirra þátta sem geta haft veruleg áhrif á fæðingatíðni. Umbætur á lögum sem ýmis Evrópulönd tóku upp í kringum aldamótin 2000 og varða þátttöku feðra í fæðingaorlofi hafa aukið þátttöku feðra víða í Evrópu. Umbætur á fæðingarorlofi á Íslandi hefur til að mynda tífaldað þátttöku feðra síðan 2001.