Beðið eftir valtara.
Beðið eftir valtara.
Hinn heilagi mánuður múslíma, ramadan, er hafinn í Indónesíu, fjölmennasta múslímaríki heims. Eins og oft áður í ramadan hafa harðlínumenn úr röðum múslíma ráðist á næturklúbba, vínbari og áfengisbúðir.

Hinn heilagi mánuður múslíma, ramadan, er hafinn í Indónesíu, fjölmennasta múslímaríki heims. Eins og oft áður í ramadan hafa harðlínumenn úr röðum múslíma ráðist á næturklúbba, vínbari og áfengisbúðir. Lögreglan hefur sums staðar gert upptækt ólöglegt áfengi, síðan er ekið á valtara yfir flöskurnar. Samkvæmt lögum íslams er það synd að drekka áfengi. Langflestir Indónesar eru múslímar.

Margir óttast að ramadan verði óvenju ofbeldisfullur að þessu sinni vegna þess að árásir á aðra trúarhópa og múslímasöfnuði sem hafa aðra siði en meirihlutinn hafa aukist að undanförnu, að sögn vefsíðu Guardian. Ein ofstækisfyllstu samtök harðlínuafla, FPI, efndu í fyrra til mikilla mótmæla gegn söngkonunni Lady Gaga og varð hún að aflýsa tónleikum sem áttu að fara fram í höfuðborginni Jakarta.