Sepp Blatter
Sepp Blatter
Það er mikið að gera í pólitíkinni þessa dagana, ekki síst í útlandinu. Og sumt sem er alveg spánýtt er samt þægilega kunnuglegt. Haustið 1992 kepptu Bush og Clinton um að verða forseti Bandaríkjanna.

Það er mikið að gera í pólitíkinni þessa dagana, ekki síst í útlandinu. Og sumt sem er alveg spánýtt er samt þægilega kunnuglegt.

Haustið 1992 kepptu Bush og Clinton um að verða forseti Bandaríkjanna.

Og 24 árum síðar, haustið 2016, ætla Bush og Clinton sér að keppa aftur um að fá að verða forseti Bandaríkjanna.

Í fyrra skiptið voru það George Herbert Walker Bush og Bill Clinton en núna eru það Jeb Bush og Hillary Clinton.

Þann 12. júní sl. varð GHW Bush 91 árs.

Hann átti því stórafmæli fyrir rétt rúmu ári og hélt upp á daginn með því að stökkva út úr fallhlíf.

Algjörlega óstaðfestar heimildir herma að Sepp Blatter, forseti FIFA, sem verður áttræður næsta vor, hafi sagt að gamla brýnið, fallhlífarstökkvarinn, ætti að bjóða sig fram sjálft á næsta ári og leyfa stráknum að eldast og þroskast í nokkur ár.

Í jafnáreiðanlegum fréttum er fullyrt að þegar Blatter heyrði að Clinton og Bush væru aftur komin í úrslit hefði hann séð að réttast væri að hann sjálfur hætti við að hætta hjá FIFA.

Hann virkaði frískur og sprækur eins og strákur nýkominn úr mútum.