Ær Beðið er eftir skýringum.
Ær Beðið er eftir skýringum.
Enn er óljóst hvað veldur óeðlilega miklum afföllum á sauðfé víða um land.

Enn er óljóst hvað veldur óeðlilega miklum afföllum á sauðfé víða um land. Búið er að kryfja allmargar ær, sýni eru til rannsóknar, og búið er að senda spurningalista á sauðfjárbændur til þess að draga upp skýrari mynd af þeim breytum sem kunna að hafa valdið afföllunum.

Þetta segir Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Landssambands sauðfjárbænda. Búið er að útiloka að afföllin tengist fóðurgjöf eða vanfóðrun á nokkurn hátt, segir Svavar, en afföll hafa komið upp jafnt hjá fyrirmyndarbændum og öðrum. Hann vonast eftir því að málin skýrist betur þegar líður á vikuna. ash@mbl.is