EM karla 2016 Styrkleikaflokkarnir fyrir riðladráttinn liggja fyrir en dregið verður í Kraków á föstudaginn klukkan 12.30. Sigurvegararnir sjö í riðlum undankeppninnar eru í efstu tveimur flokkunum ásamt gestgjöfunum, Pólverjum. 1.

EM karla 2016

Styrkleikaflokkarnir fyrir riðladráttinn liggja fyrir en dregið verður í Kraków á föstudaginn klukkan 12.30. Sigurvegararnir sjö í riðlum undankeppninnar eru í efstu tveimur flokkunum ásamt gestgjöfunum, Pólverjum.

1. FLOKKUR:

Frakkland

Danmörk

Spánn

Króatía

2. FLOKKUR:

Ísland

Pólland

Svíþjóð

Ungverjaland

3. FLOKKUR:

Rússland

Makedónía

Þýskaland

Hvíta-Rússland

4. FLOKKUR:

Serbía

Noregur

Slóvenía

Svartfjallaland

Þegar liggur fyrir að Pólverjar munu leika í A-riðli í Kraków, Króatar verða í B-riðli í Katowice, Þjóðverjar verða í C-riðli í Wroclaw og Danir leika í D-riðli í Gdansk. Það er því klárt að þessi fjögur lið mætast ekki í riðlakeppninni.

Lokakeppni EM fer fram 15.-31. janúar. Milliriðlar eru leiknir í Kraków og Wroclaw og undanúrslitin og úrslitaleikirnir í Kraków.