Eignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ) tilkynnti til Kauphallar í gær að það hyggist bjóða til sölu allt að 5,8% útgefinna hluta í Nýherja. Salan mun fara fram í útboði án útgáfulýsingar.
Eignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ) tilkynnti til Kauphallar í gær að það hyggist bjóða til sölu allt að 5,8% útgefinna hluta í Nýherja. Salan mun fara fram í útboði án útgáfulýsingar. Alls eru liðlega 23,7 milljónir hluta í Nýherja til sölu og þurfa tilboðsgjafar að bjóða í 500 þúsund hluti að lágmarki. Viðskiptadagur verður 18. júní og uppgjörsdagur 22. júní næstkomandi. Markaðsvirði hlutarins er um 245 milljónir króna samkvæmt dagslokaverði í gær. Verðbréfamiðlun MP banka hefur umsjón með sölu hlutanna.