Hyperpotamus.
Hyperpotamus.
Tónlistarmaðurinn Hyperpotamus kemur fram á tvennum tónleikum í Reykjavík, í kvöld á Húrra ásamt Mr. Silla og á Kex Hostel á morgun kl. 18 í upphitun fyrir Secret Solstice. Þess má geta að á Kex Hostel á morgun koma einnig fram Máni Orrason og Valdimar.

Tónlistarmaðurinn Hyperpotamus kemur fram á tvennum tónleikum í Reykjavík, í kvöld á Húrra ásamt Mr. Silla og á Kex Hostel á morgun kl. 18 í upphitun fyrir Secret Solstice. Þess má geta að á Kex Hostel á morgun koma einnig fram Máni Orrason og Valdimar.

Hyperpotamus er ættaður frá Madrid en búsettur í London. „Eftir að hafa spilað sem trommari og hljómborðsleikari í 10 ár ákvað hann að hefja sinn eigin sólóferil þar sem hann ætlaði að semja tónlist með röddinni einni saman, án allra hljóðfæra,“ segir m.a. í tilkynningu, en Hyperpotamus sendi frá sér plötur árin 2009 og 2012.