Kolbeinn Sigþórsson
Kolbeinn Sigþórsson
Hollenska knattspyrnufélagið Ajax ætlar ekki að selja íslenska landsliðsmanninn Kolbein Sigþórsson nema það fái fyrir hann 3,5 milljónir evra, rúmar 520 milljónir íslenskra króna, enda þótt hann eigi nú aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við...

Hollenska knattspyrnufélagið Ajax ætlar ekki að selja íslenska landsliðsmanninn Kolbein Sigþórsson nema það fái fyrir hann 3,5 milljónir evra, rúmar 520 milljónir íslenskra króna, enda þótt hann eigi nú aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Þetta kom fram í hollenska blaðinu De Telegraaf í gær.

Enn fremur var sagt að ekki yrði annar framherji keyptur til félagsins nema Kolbeinn yrði seldur. Eina félagið sem hefði gert Ajax tilboð væri Real Socidad á Spáni, sem Alfreð Finnbogason leikur með. Spánverjarnir hefðu viljað fá leikmann í kaupbæti en Ajax hefði hafnað því.

vs@mbl.is