Kvartett bassaleikarans Sigmars Þórs Matthíassonar kemur fram á djasskvöldi Kex Hostels í kvöld, þriðjudag, kl. 20.30.
Kvartett bassaleikarans Sigmars Þórs Matthíassonar kemur fram á djasskvöldi Kex Hostels í kvöld, þriðjudag, kl. 20.30. Sigmar er búsettur í Bandaríkjunum um þessar mundir þar sem hann stundar nám við The New School for Jazz and Contemporary Music í New York-borg og mun útskrifast þaðan næsta vor. Aðrir meðlimir kvartettsins eru þeir Jóel Pálsson á tenórsaxófón, Kjartan Valdemarsson á píanó og Einar Scheving á trommur. Þeir munu flytja klassíska djassstandarda. Lög eftir Thelonius Monk, Wayne Shorter og Charlie Parker fá meðal annars að hljóma. Aðgangur er ókeypis.