Sinubruni Á milli 50 og 60 manns, frá fjórum slökkviliðum, björgunarsveitum og sveitungar, börðust við eldinn.
Sinubruni Á milli 50 og 60 manns, frá fjórum slökkviliðum, björgunarsveitum og sveitungar, börðust við eldinn. — Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Erfiðlega gekk að eiga við sinuelda sem komu upp í Laugardal í Súðavíkurhreppi við Ísafjarðardjúp í gær.

Erfiðlega gekk að eiga við sinuelda sem komu upp í Laugardal í Súðavíkurhreppi við Ísafjarðardjúp í gær. Slökkviliðið á Vestfjörðum óskaði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, við að ráða niðurlögum sinubrunans þar sem dælubílar komust ekki að eldinum.

Sinueldar komu síðast upp í Laugardal árið 2012 og geisaði þá eldurinn í tæpar tvær vikur. Á milli 50 og 60 manns voru við slökkvistörf þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi. Fjögur slökkvilið voru á vettvangi; frá Súðavík, Ísafirði, Bolungarvík og Hólmavík, auk björgunarsveita og sveitunga.

„Við ætlum að vona að þetta verði búið þegar líður á nóttina,“ sagði Hermann G. Hermannsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri á Ísafirði, seint í gærkvöldi og bætti við að sinueldurinn væri erfiðari nú en árið 2012.