Áfengisneysla er helsta orsök banaslysa í umferðinni í BNA.
Áfengisneysla er helsta orsök banaslysa í umferðinni í BNA.
Fjölmargir ökumenn gera sér grein fyrir hættunni af því að aka bíl undir áhrifum áfengis en telja sig samt geta leikið á lögguna, foreldrana, vinina eða hverja þá sem eru í aðstöðu til að stöðva framferði þeirra.

Fjölmargir ökumenn gera sér grein fyrir hættunni af því að aka bíl undir áhrifum áfengis en telja sig samt geta leikið á lögguna, foreldrana, vinina eða hverja þá sem eru í aðstöðu til að stöðva framferði þeirra.

Senn kemur hins vegar að því að menn komist ekki upp með drykkjuskap áður en sest er undir stýri. Svo virðist nefnilega sem umferðaryfirvöld og bílsmiðir séu að stíga skref í þá veru, en ölvunarakstur er ein helsta orsök dauðsfalla í umferðinni.

Á ráðstefnu í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, í síðustu viku sýndi Þjóðvegaöryggisstofnunin (NHTSA) nýja tækni sem gæti átt eftir að marka þáttaskil í glímunni við ölvunarakstur. Byggir hún á háþróuðum áfengisnemum sem einn góðan veðurdag geta tekið völdin af ökumanni og stöðvað för hans áður en honum tekst að aka út úr bílastæði.

Kerfi þetta nefnist „DADSS“, en skammstöfunin stendur fyrir „Driver Alcohol Detection System for Safety“, sem útleggjast mætti sem „ökumanns áfengisnemar í öryggisþágu“. Á það að geta uppgötvað ölvunaráhrif yfir leyfilegum mörkum með því að mæla andardrátt manns eða húð.

Sýnist kerfinu áfengismagn í blóðinu vera umfram mörk – 0,08 prósent í öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna – mun það koma ökumanni á óvart og gera bílinn ógangfæran.

Kerfið hefur verið þróað hjá fyrirtækinu Autoliv Development í Svíþjóð, en skynjarar á stýrishjólinu nema loft sem ökumaður andar frá sér. Byggjast þeir á innrauðum geislum sem mæla bæði áfengismagn og magn koltvíildis. Skynjararnir eru nánast ósýnilegir, ólíkt áfengismælum sem fyrir eru. Fyrir utan að brúka stýrishjólið er hægt að mæla á sama hátt áfengismagn undir húð með innrauðu mæliljósi gegnum fingurbrodd. Slíka skynjara mætti setja til dæmis í kveikjulásinn.

agas@mbl.is

Ágúst Ásgeirsson

Höf.: Ágúst Ásgeirsson