Eftir yfirtöku Actavis plc, móðurfélags Actavis á Íslandi, á Allergan plc hefur móðurfyrirtækið nú formlega tekið upp nafn Allergan. Í kjölfarið hóf lyfjafyrirtækið viðskipti undir nýju auðkenni, AGN, í kauphöllinni í New York.
Eftir yfirtöku Actavis plc, móðurfélags Actavis á Íslandi, á Allergan plc hefur móðurfyrirtækið nú formlega tekið upp nafn Allergan. Í kjölfarið hóf lyfjafyrirtækið viðskipti undir nýju auðkenni, AGN, í kauphöllinni í New York. Sameinað fyrirtæki er orðið eitt af tíu stærstu lyfjafyrirtækjum í heiminum með um 30.000 starfsmenn í 100 löndum en hér á landi starfa um 700 manns. Þessi nafnbreyting á þó ekki við um alla starfsemi móðurfélagsins en starfsemin hér á landi verður óbreytt undir nafni og merki Actavis, ásamt samheitalyfjasviði fyrirtækisins í Bandaríkjunum og Kanada.