Veðurstofa Íslands ákvað í gær að breyta litakóða fyrir flug fyrir eldstöðina Eldey aftur í grænan. Þetta kom fram í tilkynningu frá Veðurstofunni í gær en litakóðanum var breytt í gulan eftir að skjálftahrina hófst á Reykjaneshrygg að kvöldi hins 30.

Veðurstofa Íslands ákvað í gær að breyta litakóða fyrir flug fyrir eldstöðina Eldey aftur í grænan. Þetta kom fram í tilkynningu frá Veðurstofunni í gær en litakóðanum var breytt í gulan eftir að skjálftahrina hófst á Reykjaneshrygg að kvöldi hins 30. júní síðastliðins.

Í tilkynningunni segir að engin mælanleg merki séu sjáanleg um að skjálftavirknin sé tengd kvikuhreyfingum í eftri hluta jarðskorpunnar. ash@mbl.is