— Morgunblaðið/Styrmir Kári
Um 200 sjálfboðaliðar munu í sumar starfa í fimm hópum að Fjallabaki, norðan Vatnajökuls og á Sprengisandi, og sinna hálendisvakt fyrir hönd Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Um 200 sjálfboðaliðar munu í sumar starfa í fimm hópum að Fjallabaki, norðan Vatnajökuls og á Sprengisandi, og sinna hálendisvakt fyrir hönd Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Hóparnir tóku til starfa í gær og verður hver hópur í um vikutíma á hálendinu til að sinna tilfallandi verkefnum. Að sögn Jónasar Guðmundssonar hjá Landsbjörg sinnti hálendisvaktin um 2.000 verkefnum síðasta sumar. Verkefnið stendur yfir í átta vikur, til loka ágústmánaðar. Hann segir að varla líði dagur án þess að sinna þurfi útkalli.

„Í fyrra náði einn hópurinn aldrei að setjast niður til að fá sér að borða án þess að vera truflaður. Auðvitað var þetta undartekning, alveg eins og að það er undantekning þegar ekkert er að gera,“ segir Jónas. vidar@mbl.is