Moody's hækkaði í gær lánshæfismat Íbúðalánasjóðs (ÍLS) úr Baa3 í Ba1. Gunnhildur Gunnarsdóttir, starfandi forstjóri ÍLS, segir að hækkunin stafi að líkindum aðallega af hækkun Moody's á lánshæfismati ríkissjóðs, sem hækkaði nýlega úr Baa3 í Baa2.
Moody's hækkaði í gær lánshæfismat Íbúðalánasjóðs (ÍLS) úr Baa3 í Ba1. Gunnhildur Gunnarsdóttir, starfandi forstjóri ÍLS, segir að hækkunin stafi að líkindum aðallega af hækkun Moody's á lánshæfismati ríkissjóðs, sem hækkaði nýlega úr Baa3 í Baa2. Hún telur að breytingin muni ekki hafa teljanleg áhrif á verðmyndun bréfa sjóðsins, ekki frekar en lækkunin hafði á sínum tíma.