Þórsteinn Arnar Rúnarsson fæddist 1. júní 1997. Hann lést 13. júní 2015. Útför hans fór fram 26. júní 2015.

Þórsteinn var yndislegur drengur og hvers manns hugljúfi. Hann var mjög félagslyndur og fannst mest gaman þegar nóg var af fólki í kringum hann og mikið gekk á.

Hann hafði mjög skemmtilegan húmor og þegar einhverjum varð á að hella niður, brjóta eitthvað eða verða fyrir öðrum minniháttar óhöppum skellihló hann og fallegu augun hans tindruðu.

Það má segja að honum hafi ekki mislíkað það neitt þótt starfsfólkið læddist ekkert um eða eins og við sögðum oft „væru eins og risaeðlur“ í kringum hann. Við á Skammtímavistun erum fyrst og fremst þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þessum ljúfa og blíðlynda dreng með fallegu augun og léttu lundina.

Okkur langar til að kveðja hann Þórstein okkar með nokkrum versum úr ljóðinu Kveðju eftir Bubba Morthens.

Þar sem englarnir syngja sefur þú

sefur í djúpinu væra.

Við hin sem lifum, lifum í trú

að ljósið bjarta skæra

veki þig með sól að morgni.

Faðir minn láttu lífsins sól

lýsa upp sorgmætt hjarta.

Hjá þér ég finn frið og skjól.

Láttu svo ljósið þitt bjarta

vekja hann með sól að morgni.

Farðu í friði vinur minn kær

faðirinn mun þig geyma.

Um aldur og ævi þú verður mér nær

aldrei ég skal þér gleyma.

Svo vöknum við með sól að morgni.

(Bubbi Morthens)

Aðalbjörg, Áslaug, Kristján, Sigríður K., Ragnheiður, Kristín Á., Guðrún, Þráinn, Kristín L. og Erla.