• Karl Guðmundsson var bæði þjálfari og fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu þegar það sigraði Noreg, 1:0, í vináttulandsleik á Melavellinum 4. júlí 1954. • Karl fæddist 1924 og lést 2012.

Karl Guðmundsson var bæði þjálfari og fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu þegar það sigraði Noreg, 1:0, í vináttulandsleik á Melavellinum 4. júlí 1954.

• Karl fæddist 1924 og lést 2012. Hann lék með Fram og varð Íslandsmeistari með liðinu 1946 og 1947. Karl lék fyrstu tíu landsleiki Íslands, sá eini sem það gerði, og var fyrirliði í sex þeirra. Leikurinn við Noreg var hans síðasti. Hann þjálfaði landsliðið 1954-62, einnig Lilleström og Sandefjord í Noregi og mörg íslensk lið. Karl var framkvæmdastjóri KSÍ og síðan fræðslustjóri ÍSÍ um árabil.