Mark Jósef Kristinn Jósefsson skoraði eitt mark fyrir Grindavík í gær.
Mark Jósef Kristinn Jósefsson skoraði eitt mark fyrir Grindavík í gær.
Grindvíkingar unnu sætan sigur á Þórsurum norðan heiða í gær í 1. deild karla í knattspyrnu. Lokatölur urðu 3:2 en Grindvíkingar komust í 3:0 í fyrri hálfleik.

Grindvíkingar unnu sætan sigur á Þórsurum norðan heiða í gær í 1. deild karla í knattspyrnu. Lokatölur urðu 3:2 en Grindvíkingar komust í 3:0 í fyrri hálfleik. Þeir voru hins vegar hársbreidd frá því að missa leikinn niður í jafntefli þar sem þeir fengu vítaspyrnu á sig á fimmtu mínútu uppbótartíma. Maciej Majewski markvörður þeirra var hins vegar hetja þeirra þegar hann varði spyrnuna frá framherjanum sterka Jóhanni Helga Hannessyni. Áður hafði Tomislav Misura skorað tvö mörk og Jósef K. Jósefsson eitt. Ármann P. Ævarsson og Jónas B. Sigurbergsson minnkuðu muninn fyrir Þór. Grindavík fór með sigrinum í 6. sætið og hefur 13 stig en Þór er áfram í 5. sætinu með 15 stig. peturhreins@mbl.is