Dunja Mijatovic
Dunja Mijatovic
Dunja Mijatovic, sérfræðingur í fjölmiðlalögum og fulltrúi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu á sviði sjálfstæðis fjölmiðla, fagnaði í gær ákvörðun Alþingis um að nema ákvæði um guðlast úr hegningarlögum.

Dunja Mijatovic, sérfræðingur í fjölmiðlalögum og fulltrúi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu á sviði sjálfstæðis fjölmiðla, fagnaði í gær ákvörðun Alþingis um að nema ákvæði um guðlast úr hegningarlögum.

Mijatovic, sem er um þessar mundir í opinberum erindagjörðum í Sarajevo, höfuðborg Bosníu og Hersegóvínu, sagði lög sem kveða á um bann gegn guðlasti ekki samrýmast frjálsri tjáningu fólks og trúfrelsi þess.

„Lýðræði gerir kröfu um að hægt sé að ræða allar hugmyndir á opinberum vettvangi og að hægt sé að gagnrýna allar hugmyndir og trúarkenningar þó svo að umræða af þeim toga kunni að vera stuðandi, truflandi eða móðgandi,“ sagði Mijatovic. Hún bætti við að Ísland og Noregur hefðu rutt veginn og sett fordæmi fyrir aðildarríki Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu.

ash@mbl.is