Pétur Blöndal
Pétur Blöndal
Minningarmessa um Pétur Blöndal verður haldin í Dómkirkjunni klukkan 11 á morgun, sunnudag, og eru allir velkomnir.

Minningarmessa um Pétur Blöndal verður haldin í Dómkirkjunni klukkan 11 á morgun, sunnudag, og eru allir velkomnir. Á Facebook-síðu Péturs segir að fjöldi fólks hafi sett sig í samband við aðstandendur hans og viljað kveðja hann, en útför hans verður í kyrrþey að ósk Péturs.

Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lést 26. júní síðastliðinn, 71 árs að aldri. Hann hafði setið sem alþingismaður Reykvíkinga síðan 1995. Banamein Péturs var krabbamein og lést hann í faðmi fjölskyldunnar.

Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð krabbameinslækningadeildar.

Pétur fæddist í Reykjavík 24. júní 1944. Foreldrar hans voru Haraldur H. J. Blöndal, sjómaður og verkamaður, og Sigríður G. Blöndal skrifstofumaður.