Yfirheyrsla Bubbi Morthens var spurður spjörunum úr.
Yfirheyrsla Bubbi Morthens var spurður spjörunum úr. — Morgunblaðið/Einar Falur
Dagskrárgerðarfólkið sem stendur að baki sjónvarpsþáttunum Með okkar augum, þau Andri Freyr Hilmarsson, Eiður Sigurðarson, Katrín Guðrún Tryggvadóttir, Skúli Steinar Pétursson og Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, hefur slegið í gegn með sínum skemmtilegu...

Dagskrárgerðarfólkið sem stendur að baki sjónvarpsþáttunum Með okkar augum, þau Andri Freyr Hilmarsson, Eiður Sigurðarson, Katrín Guðrún Tryggvadóttir, Skúli Steinar Pétursson og Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, hefur slegið í gegn með sínum skemmtilegu þáttum um samfélagið og líðandi stundu.

Er þar til dæmis skemmst að minnast þriggja tilnefninga til Edduverðlaunanna og fjölda annarra viðurkenninga.

Viðtalið við Bubba Morthens í fyrsta þætti sumarsins var mjög smellið þar sem Andri Freyr baunaði á hann frökkum og öðruvísi spurningum en Andra Frey fer sífellt fram sem sjónvarpsmanni og er orðinn verulega þéttur og góður.

Sérstaklega var gaman að heyra hann biðja Bubba að svara því hvernig það væri að hafa verið giftur þremur konum! Bubbi sagði það vera stórkostlegt þótt eflaust kynnu einhverjir að hálfvorkenna honum fyrir að aldrei gengi þetta neitt hjá honum.

Rokkkóngurinn bætti því svo við að í öllum ævintýrum væru þrjár þrautir – og þegar maður væri búinn að leysa þriðju þrautina fengi maður konungsdótturina.

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Höf.: Júlía Margrét Alexandersdóttir