Fataskipti Þríþrautarfólk fer úr sundgallanum og yfir í hjólagallann.
Fataskipti Þríþrautarfólk fer úr sundgallanum og yfir í hjólagallann. — Morgunblaðið/Golli
Þríþrautarnefnd ÍSÍ heldur utan um vefsíðuna www.triathlon.is. Þar er hægt að nálgast ýmsar upplýsingar um íþróttina og dagskrá yfir allar keppnir. Þríþrautardeild Sundfélags Hafnarfjarðar stendur fyrir næsta móti, sem er Íslandsmót í hálfum járnmanni.

Þríþrautarnefnd ÍSÍ heldur utan um vefsíðuna www.triathlon.is. Þar er hægt að nálgast ýmsar upplýsingar um íþróttina og dagskrá yfir allar keppnir. Þríþrautardeild Sundfélags Hafnarfjarðar stendur fyrir næsta móti, sem er Íslandsmót í hálfum járnmanni. Mótið er haldið sunnudaginn 5. júlí næstkomandi. Hálfur járnmaður er þríþraut sem þar sem keppendur synda 1.900 m, hjóla 90 km og hlaupa 21,1 km.

Keppnin á sér stóran sess í áætlunum þeirra sem eru að búa sig undir heilan járnkarl.

Nú í ár verður að auki boðið upp á sprettþraut; 400 m sund, 16 km hjólreiðar og 2,5 km hlaup. Sprettþrautin fer fram á sama tíma og keppni í hálfum járnmanni og því er búist við miklu fjöri á keppnisdag. Lokað hefur verið fyrir skráningu en aðstandendur þátttakenda og annað áhugafólk um þríþraut er eindregið hvatt til að koma á staðinn og hvetja sitt fólk og aðra keppendur til dáða.