Eftirsóttur Egill Örn Egilsson er með mörg járn í eldinum.
Eftirsóttur Egill Örn Egilsson er með mörg járn í eldinum. — Morgunblaðið/RAX
Egill Örn Egilsson, sem starfað hefur sem tökumaður og leikstjóri þekktra bandarískra sjónvarpsþátta og auglýsinga í aldarfjórðung, mun innan skamms starfa á Íslandi í fyrsta sinn á ferlinum. Um er að ræða tvö verkefni.

Egill Örn Egilsson, sem starfað hefur sem tökumaður og leikstjóri þekktra bandarískra sjónvarpsþátta og auglýsinga í aldarfjórðung, mun innan skamms starfa á Íslandi í fyrsta sinn á ferlinum.

Um er að ræða tvö verkefni. „Annað verður alfarið unnið hér heima og ég geri fastlega ráð fyrir að það muni vekja athygli þjóðarinnar. Hitt kem ég með frá Bandaríkjunum. Það er of snemmt að greina efnislega frá þessum verkefnum en það kemur að því,“ segir Egill Örn sem kallar sig Eagle Egilsson vestra.

Hann er líklega þekktastur fyrir aðkomu sína að CSI-seríunum, þar sem hann hefur starfað sem tökumaður, leikstjóri og framleiðandi. Nýjasta verkefnið er CSI: Cyber, en sú sería var frumsýnd fyrr á þessu ári. Patricia Arquette fer með aðalhlutverkið. Af öðrum nýlegum verkefnum Egils Arnar má nefna Hawaii Five-O, Nikita og TURN.

Egill Örn er eini Íslendingurinn sem á aðild að hinu virta félagi kvikmyndatökumanna í Bandaríkjunum, ASC. Nánar er rætt við hann í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.