[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
U19 ára landslið karla í handknattleik vann í gærkvöldi Svíþjóð í í úrslitaleik opna Evrópumeistaramótsins sem haldið er í Svíþjóð. Lokatölur í úrslitaleiknum urðu 31:29 og þar með vann Ísland alla leiki sína á mótinu.

U19 ára landslið karla í handknattleik vann í gærkvöldi Svíþjóð í í úrslitaleik opna Evrópumeistaramótsins sem haldið er í Svíþjóð. Lokatölur í úrslitaleiknum urðu 31:29 og þar með vann Ísland alla leiki sína á mótinu. Svíþjóð var yfir í hálfleik 13:16 og komst í 18:14 stöðu áður en Íslendingar tóku við sér. Ísland hafði þriggja marka forskot þegar 10 mínútur voru eftir en Svíar minnkuðu muninn í eitt mark og síðustu mínúturnar því æsispennandi. Egill Magnússon var markahæstur í íslenska liðinu með 10 mörk.

Serbinn Novak Djokovic sem hefur titil að verja á Wimbledon-mótinu í tennis hefur ekki enn tapað setti á mótinu í ár. Djokovic komst í fjórðu umferð mótsins með sigri á Ástralanum Bernard Tomic og verður að teljast afar sigurstranglegur.

Samkvæmt breska ríkisútvarpinu hafa Chelsea og Mónakó komist að samkomulagi um að Kólumbíumaðurinn Radamel Falcao gangi til liðs við Chelsea á lánssamningi frá Mónakó.

Lánssamningurinn gildir í eitt ár og mun Falcao því leika með Chelsea á næstkomandi tímabili.

Falcao var á láni hjá Manchester United og náði ekki að heilla stuðningsmenn liðsins. Falcao skoraði einungis fjögur mörk í 26 leikjum fyrir Rauðu djöflana og eyddi ansi miklum tíma á tréverkinu hjá félaginu. Radamel Falcao er með sama umboðsmann og José Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea og hafa félagaskipti Falcao til Chelsea legið í loftinu í allt sumar.

Fyrrverandi landsliðsmaðurinn í handknattleik, Róbert Sighvatsson, hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Þróttar í handknattleik sem leikur í 1. deildinni. Þetta kom fram á heimasíðu Þróttar í gær. Þróttur lenti í næstneðsta sæti í 1. deildinni á síðastliðnu tímabili, en liðið fékk einvörðungu níu stig úr 24 leikjum. Róberti til aðstoðar verða þeir Leifur Óskarson og Gylfi Gylfason.

B irgir Leifur Hafþórsson lék afar vel í gær á móti í Þýskalandi á Áskorendamótaröð Evrópu. Birgir lék á 68 höggum, á þremur höggum undir pari vallarins, sem dugði honum til þess að komast í gegnum niðurskurðinn en eftir tvo hringi er Birgir á pari. Birgir er ásamt þrettán öðrum í 50. sæti en efsti maður er samtals á 12 höggum undir pari.

Daníel Guðni Guðmundsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Grindavíkur í körfuknattleik. Daníel Guðni tekur við liðinu af Sverri Þór Sverrissyni sem hætti með liðið eftir tímabilið í vor. Daníel er 28 ára gamall og er þetta frumraun hans sem aðalþjálfari meistaraflokks. Daníel hefur leikið með karlaliði Grindavíkur undanfarin ár og varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2013.

Hulda Þorsteinsdóttir úr ÍR stökk í gær 4,26 metra í stangarstökki á VU Spelenmótinu í Gautaborg. Hulda lenti í 2. sæti af 19 keppendum á mótinu.