Younghusband Enska hljómsveitin Younghusband leikur á ATP í dag.
Younghusband Enska hljómsveitin Younghusband leikur á ATP í dag.
Lokadagur ATP-hátíðarinnar er í dag og verða fyrstu tónleikarnir haldnir í Atlantic Studios kl. 14. Þar leikur hljómsveitin Younghusband. Kl. 15.15 leikur hljómsveitin Ought og kl. 16.30 er komið að HAM. Kl. 17.45 leikur Lightning Bolt og kl. 19.

Lokadagur ATP-hátíðarinnar er í dag og verða fyrstu tónleikarnir haldnir í Atlantic Studios kl. 14. Þar leikur hljómsveitin Younghusband. Kl. 15.15 leikur hljómsveitin Ought og kl. 16.30 er komið að HAM. Kl. 17.45 leikur Lightning Bolt og kl. 19.30 hljómsveitin Loop. Swans stígur á svið kl. 21 og Ghostigital á miðnætti. Kiasmos er síðasta hljómsveitin sem leikur í Atlantic Studios, hefur leik kl. 1.30.

Í Andrews Theatre verður boðið upp á dagskrá sem Rás 2 setti saman. Fyrst á svið, kl. 16, er hljómsveitin Caterpillarmen og kl. 17.15 leikur hljómsveitin Börn. Xylouris White hefur tónleika kl. 18.45 og Pink Street Boys kl. 20.15. Hljómsveitin Valdimar leikur kl. 21.45 og á eftir henni kemur Rythmatic, hefur leik kl. 23.15.

Í The Officers Club munu plötusnúðar þeyta skífum frá miðnætti, fyrst DJ Óli Dóri og stofnandi hátíðarinnar, Barry Hogan, lýkur hátíðinni með skífuþeytingum kl. 2.30 og er áætlað að þeim ljúki tveimur klukkustundum síðar. Frekari upplýsingar um flytjendur og dagskrá má finna á www.atpfestival.com/events/atpiceland2015/.