Tónleikar Brumes lýkur sumartónleikaröð sinni í Mengi í kvöld.
Tónleikar Brumes lýkur sumartónleikaröð sinni í Mengi í kvöld.
Hljómsveitirnar Brumes og Just Another Snake Cult munu leika tóna sína í Mengi í kvöld klukkan 21. Brumes er upprunin í Portland í Bandaríkjunum og var verkefnið upphaflega einstaklingsverkefni.
Hljómsveitirnar Brumes og Just Another Snake Cult munu leika tóna sína í Mengi í kvöld klukkan 21. Brumes er upprunin í Portland í Bandaríkjunum og var verkefnið upphaflega einstaklingsverkefni. Nú er bandið hins vegar orðið að tríói en það eru þau Dalton Long og Desirée Rousseau sem skipa bandið auk þess sem þau fá Þóri Bogason sem sérstakan gest kvöldsins. Brumes mun með tónleikunum hnýta lokahnútinn á sumartónleikaferðalag sitt. Í tilkynningu segir að Just Another Snake Cult sé fjölbreytt, lo-fi, „sækadelik“ poppverkefni. Það var mótað af hljóðfæraleikaranum Þóri Bogasyni stuttu eftir að hann flutti til Reykjavíkur eftir dvöl sína í Kaliforníu og þjónaði sem útrás fyrir þær tilraunir við upptökulistina sem hann stundaði í svefnherbergi sínu.