Reynisfjara við Vík í Mýrdal er engu lík og heillar erlendu pressuna að sjálfsögðu líka.
Reynisfjara við Vík í Mýrdal er engu lík og heillar erlendu pressuna að sjálfsögðu líka. — Morgunblaðið/Brynjar Gauti
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Það er ekki á hverjum degi sem fjörur komast í heimsþekkt tískublöð en Reynisfjara við Vík í Mýrdal á það sannarlega skilið.

Það er ekki á hverjum degi sem fjörur komast í heimsþekkt tískublöð en Reynisfjara við Vík í Mýrdal á það sannarlega skilið. Ekki er langt síðan Reynisfjara komst á lista Lonely Planet yfir bestu strendur Evrópu í ár og nú er það eitt vinsælasta tískutímarit heims, breska Elle, sem útnefndi hana strönd vikunnar á dögunum á vefsíðu sinni þar sem alla jafna eru annars baðstrendur á lista.

Blaðamaður Elle skrifar meðal annars um Reynisfjöru, með ótal myndum af landslaginu í kring, að hún elski hrjóstrugar strendur og ein dramatískasta og mikilfenglegasta strönd sem hún hafi komið á sé Reynisfjara. Hún varar þó ferðamenn við að fara of nærri sjónum þar sem sterkar öldur geti umsvifalaust svipt fólki á haf út.