Þegar við horfum á ungabörn anda sjáum við hvernig maginn belgist út við hvern andardrátt. Það er í raun hin rétta aðferð til að anda en fullorðnir hafa flestir tapað þessum hæfileika og anda upp í efra brjóstið.
Þegar við horfum á ungabörn anda sjáum við hvernig maginn belgist út við hvern andardrátt. Það er í raun hin rétta aðferð til að anda en fullorðnir hafa flestir tapað þessum hæfileika og anda upp í efra brjóstið. Þeir sem stunda jóga leggja mikla áherslu á öndunina og segja hana grunninn að orkumiklu og skapandi lífi. Að þróa með sér rétta öndun er ekki flókið en þarfnast æfingar. Djúp og góð öndun getur losað um streitu, aukið heilbrigði og gefið þér aukna orku. Taktu þér tíma til að prófa, sittu uppréttur, leggðu aðra hönd á brjóstkassa en hina neðar á kviðarholið. Hafðu andartökin djúp og löng og finndu hvernig maginn þenst út á innönduninni og inn á útöndun. Finndu hvernig hugurinn róast, stress, kvíði og angist minnkar og líkaminn finnur til vellíðunar. Ef þú þjáist af svefnleysi ættirðu að stunda markvissar öndunaræfingar og sjá hvað gerist.