Á þrettán ára tímabili milli 1980 og 1993 kynnti Hjörtur íslenska lesendur fyrir jiddískum bókmenntum. Hann þýddi hvorki meira né minna en tíu bækur eftir pólskættaða nóbelsverðlaunahöfundinn Isaac Bashevis Singer. Singer hlaut nóbelsverðlaunin sama ár og bók hans Sjosja kom út árið 1978 og var leiðandi í því að endurvekja jiddísku sem samtímalegt bókmenntamál. Hann skrifaði eingöngu og gaf út á jiddísku og notaði þjóðsögur og þjóðtrú til að tjá menningu austurevrópskra gyðinga á sinn sérstæða hátt.
Meðal þeirra verka sem Hjörtur þýddi er Sjosja; Töframaðurinn frá Lúblín; Þrællinn, Vegabréf til Palestínu og ævisaga hans Í föðurgarði.