Áhugamenn um hjólreiðar hafa líklega þegar haft veður af Stóru hjólreiðahelginni á Akureyri sem fram fer nú um helgina en óhætt er að segja að Akureyri sé staðurinn fyrir hjólreiðamenn þessa dagana.
Áhugamenn um hjólreiðar hafa líklega þegar haft veður af Stóru hjólreiðahelginni á Akureyri sem fram fer nú um helgina en óhætt er að segja að Akureyri sé staðurinn fyrir hjólreiðamenn þessa dagana. Hjólreiðafélag Akureyrar stendur fyrir hátíðinni en um nokkrar hjólreiðakeppnir er að ræða. Skráningu í fullorðinsviðburði hátíðarinnar mun illu heilli vera lokið en tvö aldursskipt mót fyrir börn og unglinga verða haldin kl. 10 að morgni sunnudagsins 19. júlí og skráning í þau fer fram þegar mætt er. Ekki má heldur gleyma því að það er líka skemmtilegt að mæta og fylgjast með. Sérstaklega ber að nefna einn ævintýralegasta viðburð hátíðarinnar sem fram fer í dag, laugardaginn 18. júlí kl. 17 við Akureyrarkirkju. Þar munu 20 hjólreiðamenn láta sig gossa niður allar kirkjutröppurnar og eru lesendur beðnir um að leika þær kúnstir ekki eftir! Nánari upplýsingar um hátíðina er að finna á vefsíðunni hjolak.is.