Hljómsveitin Vio sigraði á Músíktilraunum í fyrra og hefur komið fram á tónleikum erlendis.
Hljómsveitin Vio sigraði á Músíktilraunum í fyrra og hefur komið fram á tónleikum erlendis.
Hljómsveitin Vio kemur fram á stofutónleikum Gljúfrasteins á morgun, sunnudag, og hefjast þeir klukkan 16. Vio er skipuð fjórum æskuvinum úr Mosfellsbænum, þeim Magnúsi Thorlacius, Páli Cecil Sævarssyni, Kára Guðmundssyni og Yngva Rafni Garðarssyni...

Hljómsveitin Vio kemur fram á stofutónleikum Gljúfrasteins á morgun, sunnudag, og hefjast þeir klukkan 16.

Vio er skipuð fjórum æskuvinum úr Mosfellsbænum, þeim Magnúsi Thorlacius, Páli Cecil Sævarssyni, Kára Guðmundssyni og Yngva Rafni Garðarssyni Holm. Hljómsveitin sigraði á Músíktilraunum í fyrra og sendi í kjölfarið frá sér sína fyrstu plötu, Dive In.

Síðasta sumar lék Vio á tónleikum í Þýskalandi og Hollandi en í árslok hlaut hljómsveitin tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna í flokknum bjartasta vonin í poppi, rokki og blús.

Stofutónleikarnir eru haldnir hvern sunnudag til ágústloka.