Lára Bryndís Eggertsdóttir
Lára Bryndís Eggertsdóttir
Orgelleikarinn Lára Bryndís Eggertsdóttir heldur tónleika í Akureyrarkirkju á morgun, sunnudag, klukkan 17. Eru þeir á dagskrá sumartónleikaraðar kirkjunnar. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytileg.

Orgelleikarinn Lára Bryndís Eggertsdóttir heldur tónleika í Akureyrarkirkju á morgun, sunnudag, klukkan 17. Eru þeir á dagskrá sumartónleikaraðar kirkjunnar.

Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytileg. Lára Bryndís mun leika tónlist frá öllum tímabilum orgeltónlistarsögunnar, allt frá gömlu spænsku stríðsverki að glænýjum íslenskum tónverkum sem samin hafa verið fyrir hana.

Lára Bryndís lauk einleikaraprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar með hæstu einkunn vorið 2002 undir handleiðslu Harðar Áskelssonar. Frá 2008 hefur Lára Bryndís verið búsett í Danmörku og lauk meistaraprófi í kirkjutónlist frá Tónlistarháskólanum í Árósum vorið 2014. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.