Það eru litlar líkur á mannlegum mistökum á þessu hóteli í Japan.
Það eru litlar líkur á mannlegum mistökum á þessu hóteli í Japan.
Púlsinn sló ekki í starfsmönnum nýs hótels sem var opnað í Japan í vikunni, og ekki hjartað heldur ef út í það er farið. Það vill svo til að allir starfsmenn hótelsins eru vélmenni af einni eða annarri sort.

Púlsinn sló ekki í starfsmönnum nýs hótels sem var opnað í Japan í vikunni, og ekki hjartað heldur ef út í það er farið. Það vill svo til að allir starfsmenn hótelsins eru vélmenni af einni eða annarri sort.

Talið er að „daman“ og enskumælandi risaeðla sem starfa við móttökuborðið muni vekja mesta lukku meðal gesta en auk þeirra er fjöldi annarra vélmenna sem vinnur ýmiss konar störf á hótelinu.

Vélmenni sjá til að mynda um að flytja farangur fyrir gesti og svo má nefna að hinn viðkunnanlegi og tvítyngdi Nao er í húsvarðarhlutverki. Til stendur að vélmenni sjái um herbergisþjónustu, væflist um og veiti upplýsingar um skemmtilega viðburði í nánd við hótelið. Loks ber að nefna einkaþjóninn Kawaii sem fylgir öllum herbergjum og sér um daglega dynti, stjórnar t.d. ljósum og fylgist með veðrinu svo gestir viti hvort þeir þurfi að taka regnhlíf með sér út í skoðunarferðina.