Örveruflóra í þörmum breytist í kjölfar alvarlegra brunasára og hætta eykst á bakteríusýkingu í blóði. Salmonellu og E.coli getur t.d. fjölgað mjög.
Örveruflóra í þörmum breytist í kjölfar alvarlegra brunasára og hætta eykst á bakteríusýkingu í blóði. Salmonellu og E.coli getur t.d. fjölgað mjög. — AFP
Meðal þeirra sem verða fyrir alvarlegum bruna og lifa af, er „sepsis“ illu heilli algeng dánarorsök en sepsis er bakteríusýking í blóði, oft ranglega nefnd blóðeitrun í daglegu tali.
Meðal þeirra sem verða fyrir alvarlegum bruna og lifa af, er „sepsis“ illu heilli algeng dánarorsök en sepsis er bakteríusýking í blóði, oft ranglega nefnd blóðeitrun í daglegu tali. Frekara ljósi hefur nú verið varpað á orsakir þess en rannsókn sem birt var í tímaritinu PLOS ONE í síðustu viku leiddi í ljós að mjög alvarlegir brunaáverkar breyta örverusamsetningu þarma. Sérstaklega er tekið fram að svokölluðum enterobakteríum hafi fjölgað en t.d. flokkast Salmonella og E.coli sem slíkar bakteríur. Þessar bakteríur voru 0,5% örveruflóru sjúklinga með minniháttar brunasár en 31,9% þeirra með alvarleg brunasár. Þetta er sérlega merkilegt þegar litið er til þess að slímhúðir þarma verða gegndræpari en ella í kjölfar alvarlegra brunasára. Þar opnast því mögulega leið fyrir enterobakteríur inn í blóðrás.