Þetta var í fyrsta skipti sem Ingunn þýddi heila bók á innan við klukkutíma. En það var ekkert slegið af kröfunum.
Þetta var í fyrsta skipti sem Ingunn þýddi heila bók á innan við klukkutíma. En það var ekkert slegið af kröfunum.
Í síðustu viku birtist stutt umfjöllun um litabókina Leynigarður á bókaopnu Sunnudagsblaðsins. Það vakti nokkra athygli að engin önnur en Ingunn Snædal er þýðandi litabókarinnar og verkefnin hennar því greinilega fjölbreytt og af öllum toga.

Í síðustu viku birtist stutt umfjöllun um litabókina Leynigarður á bókaopnu Sunnudagsblaðsins. Það vakti nokkra athygli að engin önnur en Ingunn Snædal er þýðandi litabókarinnar og verkefnin hennar því greinilega fjölbreytt og af öllum toga.

„Þetta er nú bara þannig að ég vinn fyrir Bjart og það vantaði einhvern í verkið,“ segir Ingunn þegar Sunnudagsblað Morgunblaðsins náði tali af henni. „Ég er alin upp í sveit og þar fer maður bara í þau verk sem þarf að vinna. Við gefum þetta ekki út á ensku þótt textinn sé lítill, og hann þarf að vera á góðri íslensku. Það er engin ástæða til þess að vanda ekki til verka þótt þetta sé litabók.“ Aðspurð hvort hún sé ánægð með afraksturinn svarar hún brött í bragði að þetta sé metsölubók og flott að hafa það á ferilskránni. Ingunn á þá sjálf eiga eintak sem hún hefur gripið í í kuldanum fyrir austan í sumar. „Það er talað um að litabækur séu góðar fyrir kvíðafólk en ég fyllist bara einhverju stressi þegar ég byrja að lita,“ segir Ingunn að lokum og hlær dátt. „Maður er svo lengi.“